Gatan er ekki nema 70 metra löng, þröng og engin gangstétt fyrir börn/gangandi. Börnum fer ört fjölgandi í götunni og þá er 30 km/klst hámarkshraða eins og er í dag er beinlínis hættulegur við þessar aðstæður. Því er eftirfarandi lagt til: 1.Fífumýri verður Vistgata og 2.málaður verður renningur (ígildi gangstéttar, helst m/kantstein) fyrir börn að halda sig innan þegar gengið er í og úr skóla eða út að leika. Í vistgötu er hámarkshraði sá sami og gönguhraði og gangandi eiga forgang á bíla.
Þröng og stutt gata og leikvöllur við endann á götunni. Börn úr hverfinu nýta því götuna til að fara á leikvöllinn og því oft umferð barna um götuna sem hefur þó engan gangstíg.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Það er brýnt að huga að öryggi barnanna og gera ráðstafanir til að bílar fari hægar en nú er raunin. Gatan er þröng og allir þurfa að sýna aðgæslu en börn hafa ekki sama þroska og fullorðnir og okkur ber að vernda þau. Að gera Fífumýri að vistgötu myndi hjálpa til við það vegna þess að þar eru mörg börn á ferð.
-Auka öryggi barna/gangandi. -Skilgreining á vistgötu er: Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara faratækja — eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta — hefur forgang fram yfir umferð bíla. Venjulega er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfarendum, börnum að leik o.s.frv. er heimilt að nota götuna til jafns við bíla. -Getur átt við fleiri nærliggjandi gangstéttarlausar mýrar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation