Verndun fugla á varptíma á Álftanesi

Verndun fugla á varptíma á Álftanesi

Það mætti vekja betri athygli á fuglum með unga í eftirdragi á Álftanesveginum á varptíma. Skiltin sem eru þar núna eru lítil og vekja ekki mikla eftirtekt og draga ekki úr umferðarhraða þar sem þeir eru á ferð. Helst hefði þurft að gera fuglunum kleift að komast um ræsi undir veginn svo þeir þurfi ekki að þvælast þetta yfir hann. Allavega er mjög leiðinlegt þegar keyrt er yfir þessi grey og mætti gera eitthvað til þess að koma í veg fyrir það.

Points

Fuglalífið gleður en það gera ekki dauðir fuglar á vegi og þá sérstaklega ekki dauðir ungar.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information