Umferðarljós þarf að laga á Arnarneshæð / Arnarnesveg. Þegar gangandi vegfarendur ætla yfir götuna til dæmis til að komast út á Arnarnes þá er grænn karl þegar bílarnir eru að beygja (niður í Hafnarfjörð) en rauður karl þegar engir bílar fara þar um. Þetta gerir fólk (börn) óörugg en neyðir þau til þess að fara yfir á rauðu göngukarla ljósi.
Þegar gangandi vegfarendur ætla yfir götuna til dæmis til að komast út á Arnarnes þá er grænn karl þegar bílarnir eru að beygja (niður í Hafnarfjörð) en rauður karl þegar engir bílar fara þar um. Þetta gerir fólk (börn) óörugg en neyðir þau til þess að fara yfir á rauðu göngukarla ljósi.
Að sjálsögðu þarf að laga svona, ætti að vera einfalt mál.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation