Handrið vantar við göngustíg við lækinn rétt við Hnoðraholtsbraut
Auðvitað þarf að laga slíkt, stórvarasamt t.d. ef hálka er á göngustíg.
Mjög bratt er frá göngustíg niður að læknum og mjög stórgrítt við gömlu brúna. Væri sniðugt að setja þar handrið. Einnig mætti huga að einhverskonar hraðahindrun á göngustígnum á sama stað þar sem hjólreiðafólk fer oft mjög hratt yfir og þarna er oft mikið af börnum að leik.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation