Hætta að nota stoppustöðvarnar efst á Karlabraut, breyta þess í stað leið 24 og fara austur Vífilsstaðaveg, snúa við á hringtorginu við brúnna áður en haldið er í Ásgarð og svo sömu leið til baka. Á þessum legg, þ.e. á milli Karlabrautar og hringtorgs eru þrjú útskot sem hægt er að nota sem stoppustöðvar þar af er eitt alveg við Brúarflöt sem tæki við af stoppustöðinni efst á Karlabraut.
Stoppustöðvarnar efst á Karlabtaut eru mjög óheppilega staðsettar, þar er þröngt, ekkert útskot, gangbraut þar sem strætó stoppar alveg við eða jáfnvel á. Þess vegna er útskotið við Brúarflöt kjörið til að nota sem stoppustöð, eins munu hin tvö útskotin á Vífilstaðavegi nýtast vel sem stoppustöðvar fyrir íbúa efst í efri Lundum og fyrir íbúa austast á Flötunum.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation