Leikvöll á Arnarnesið

Leikvöll á Arnarnesið

Það vantar almennilegan leikvöll á Arnarnesið sem einnig gæti verið samkomustaður og foreldrar gætu hisst með börn sín (td leikvöll eins og Bjössaróló í Borgarnesi). Þá væri gott að hafa bekki og fleiri tré/runna til að mynda logn og gera þetta að ákveðnu rými. Dæmi um stað er grænt svæði á enda Arnarnesvegar. (mynd sótt af https://icelandmag.is/article/locals-borgarnes-w-iceland-fed-travellers-camping-parks-preschool-grounds)

Points

Nú eru fullt af börnum sem búa á Arnarnesinu en út af því að ekkert almennilegt leiksvæði er þá hitta börnin sárasjaldan hvort annað. Sem er slæmt því hverfið er nógu einangrað fyrir.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information