Það vantar almennilegan leikvöll á Arnarnesið sem einnig gæti verið samkomustaður og foreldrar gætu hisst með börn sín (td leikvöll eins og Bjössaróló í Borgarnesi). Þá væri gott að hafa bekki og fleiri tré/runna til að mynda logn og gera þetta að ákveðnu rými. Dæmi um stað er grænt svæði á enda Arnarnesvegar. (mynd sótt af https://icelandmag.is/article/locals-borgarnes-w-iceland-fed-travellers-camping-parks-preschool-grounds)
Nú eru fullt af börnum sem búa á Arnarnesinu en út af því að ekkert almennilegt leiksvæði er þá hitta börnin sárasjaldan hvort annað. Sem er slæmt því hverfið er nógu einangrað fyrir.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation