Ég bý á Holtsvegi 51, sem sagt efsta húsinu í hverfinu. Við hjónin erum golfarar og keyptum m.a íbúðina vegna nálægðar við Urriðavöll. Nú eftir 3 ár höfum við þurft að keyra 12 km til að komast á völlinn okkar sem er nú í 200 m göngufæri.. Stanslaust malarnám hefur verið hér frá því við fluttum.. Við viljum fá veg og göngustig á flóttamannaveginn STRAX. Niður Holtsveginn sem er 900 m eru 80 brunnlok á miðjum vegi..öll sigin niður.. Ég sé nú bara ekkert umhverfisvænt við þetta hverfi.. Bara orð.
Verða að vera fleiri leiðir út úr hverfinu.
Ég er líka í GO-klúbbnum. Það er enginn og hefur ekki verið göngustígur fyrir golfara til að rölta eftir út á Urriðavöll. Það er ekki hægt að ganga með golfkerruna sína og settið frá hverfinu þessa 200-300 metra út á völl frá Holtsvegi. Það er ekki boðlegur stígur sem er fullur af drullu og alls kyns hindrunum sem þarf að stökkva yfir auk hættu af risastórum vinnuvélum.
Göngustigurinn er til staðar gekk hann um daginn, reyndar hefur verktaki sem er að byggja hús gert sig heima komin og hindrar aðgengi gangandi. Við klofum og stökk um yfir hindranir og drullu.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation