ENGIN öryggismyndavél er við Álftanesskóla núna. Það var ein við aðalinnganginn áður en byggingarframkvæmdir hófust. Myndavélar varna því að eigur séu skemmdar og stolið. Töluvert er að eigur nemenda hverfa, sumar finnast og aðrar ekki. Alls eru um 130 myndavélar við fasteignir Garðabæjar Í Hofstaðaskóla eru 17 myndavélar innan og utan húss. http://hofsstadaskoli.is/forsida/frettir/frett/2018/03/01/Oryggismyndavelar/
Nauðsynlegt að vera með rafræna vöktun skólahússins í þeim tilgangi að varna því að eigur séu skemmdar eða farið um húsið í leyfisleysi.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation