,,Útsýnis"bekkir

,,Útsýnis"bekkir

Bekkir fyrir alla - sérstaklega unga fólkið - sem vilja fylgjast með allri hreyfingu og því sem er að gerast í íþróttasalnum.

Points

Það er alltaf gaman að fylgjast með því sem er að gerast í íþróttasalnum. Unga fólkið, sem hefur sérstaklega gaman að því, nær ekki upp og dregur því stólana sem þarna eru við borð til að standa á og til að sjá í íþróttasalinn. En þetta er bæði hættulegt þar sem stólarnir geta runnið undan krökkunum og líka kemur drulla undan skónum í stólana. Með því að setja bekk upp við vegginn þá geta allir fylgst með á öruggan hátt því sem er um að vera í salnum og vekur kannski áhuga að prófa nýja íþrótt.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information