Bekkir fyrir alla - sérstaklega unga fólkið - sem vilja fylgjast með allri hreyfingu og því sem er að gerast í íþróttasalnum.
Það er alltaf gaman að fylgjast með því sem er að gerast í íþróttasalnum. Unga fólkið, sem hefur sérstaklega gaman að því, nær ekki upp og dregur því stólana sem þarna eru við borð til að standa á og til að sjá í íþróttasalinn. En þetta er bæði hættulegt þar sem stólarnir geta runnið undan krökkunum og líka kemur drulla undan skónum í stólana. Með því að setja bekk upp við vegginn þá geta allir fylgst með á öruggan hátt því sem er um að vera í salnum og vekur kannski áhuga að prófa nýja íþrótt.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation