Eins og staðan er í dag eru of margar hraðahindranir á vegi fólks þegar það vill keyra um bæinn t.d. allt að 14 fram og til baka frá Hæðarhverfi í þjónustuna á Garðatorgi. Þetta eyðileggur bílana og er ónauðsynlegt. Auðveldara er fyrir Hæða og Akrahverfið að sækja þjónustu í Kópavog frekar en á Garðatorgið. Sem sagt fækka hraðahindrunum og auðvelda flæði íbúa um bæinn. Hætta að búa til allar þessar manir sem þarf að slá og kalla á endalaust viðhald.
Hringtorgin má helluleggja svo ökumenn sjái umferðina um torgin ( gróður byrgir yfirsýn) Dýrt að halda við og lítil fegurð.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation