Grasblettir við gangstéttir og innkeyrslur eru víða drullusvöð vegna þess að fólk leggur bílum sínum uppi á grasbölum.
Við í Ásbúðinni höfum t.d. ítrekað hringt í þjónustusvið Garðabæjar á sumrin og beðið um að þetta sé lagað, t.d. með tígulsteinum eða einhverju sem meinar fólki að leggja bílum á grasinu. Grasið sitt hvoru megin við innkeyrsluna okkar er ónýtt. Þetta eru nánast alltaf gestir nágranna okkar sem leggja á grasinu og ekki hægt að kenna íbúunum sjálfum um.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation