Það er nauðsynlegt að klára göngu/hjólastíg sem liggur frá Garðabæ og inn á Álftanes, helst að fjarlægja gaddavír sem er 40 sentimetra frá brún stígsins, óáreitt býður það uppá slys.
Fólki þarf ekki að fipast mikið til að lenda á gaddavír sem liggur alveg við hjólastíginn með tilheyrandi slysum.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation