Myndarleg tjörn yrði mikil bæjarprýði og auðvitað á Garðabær að eiga flottasta "Bæjargarðinn" með tjörn, náttúrulegum hraunmyndunum, göngustígum o.sv.fr.
Tjörn er mikil bæjarprýði og hefur mikið aðdráttarafl fyrir unga jafnt sem aldna. Tjörnin er einnig gott "kennslutæki" fyrir leik- og grunnskóla, vegna fuglalífs og smásærra lífvera sem þar lifa góðu lífi. Hraunsholtslækurinn er laus við mengun og því tilvalinn til að mynda svona tjörn.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation