Það væri gott að planta trjám á mönina við Arnarneshæðina. Þar kemur oft kaldur vindur niður brekkuna yfir Akrabrautina og í Árakurinn. Eins myndi það vera fallegra á að líta heldur en ljósastauraskógurinn sem við sjáum blas😀a við okkur í dag þegar við lítum upp brekkuna
Trjágróður er líka tilvalinn til að draga úr hávaðamengun og svifryki. Síðast en ekki síst eru tré ein besta kolefnisupptökutækið sem við þekkjum svo að það er aldrei of mikið af þeim.
Fá skjól fyrir vindi og fallegra. Dregur úr umferðarhávaða.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation