Gosbrunnur við æfingasvæði á göngustíg

Gosbrunnur við æfingasvæði á göngustíg

Arktitektar hafa fundið út að fólk stoppar hjá svæðum þar sem gosbrunnar eru, bekkir eða trjágróður. Huga mætti að uppbyggingu fallegs, notalegs útivistarsvæðis skammt frá undirgöngunum undir Hafnarfjarðarveginn hjá Arnarneshæðinni. Þar eru nú þegar æfingatæki og göngustígar. Setja mætti trjágróður og blóm til að auka vellíðan.

Points

Já, gleymdi að nefna, að gert er ráð fyrir kaffihúsi/veitingastað nær Sjálandinu. Þarna gæti því orðið dásamlegur paradísarreitur.

Erlendis eru oft svæði þar sem fólk kemur saman bara til að njóta, slaka á og leyfa börnum að leika sér. Við Arnaresvoginn væri slíkt svæði frábært. Gosbrunnur þyrfti að vera þannig að hægt væri að setjast á kantinn og sulla með fótum á góðviðrisdögum. Myndin sem fylgir með sýnir dæmi um notalegt svæði.

gott til að koma fólki saman

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information