Lóða- og gangstéttafrágangur í nýjum hverfum.

Lóða- og gangstéttafrágangur í nýjum hverfum.

Ég bý í Akrahverfi og hef tekið eftir því að miklar skemmdir verða oft á gangstéttum þegar húseigendur ganga frá lóðum sínum. Stórvirk tæki keyra yfir gangstéttar og brjóta þær. Síðan eru gangstéttarnar brotnar í mörg ár án þess að gert sé við skemmdirnar. Húseigendur gera það ekki, þeir verktakar sem sáu um framkvæmdir hverfa og telja sig ekki þurfa að bæta skemmdir. Starfsmenn bæjarins sem e.t.v. ættu að fylgjast með þessu gera það ekki og því eru eyjar og gangstéttar mörg ár brotnar

Points

Væri það ekki til bóta að fylgst væri með þessu og þeir sem ábyrgðina bera væru látnir borga fyrir skemmdir. Eða eins og er í nýjasta byggðarhlutanum í Byggakri, að steypa stéttar þegar lóðir eru frágengnar. Eigendum húsa væri gefinn ákveðinn tími til frágangs lóða og síðar væru gangstéttir steyptar.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information