Herminjar við Jörfa á Álftanesi

Herminjar við Jörfa á Álftanesi

Enn standa áhugaverðar minjar sem vert væri að merkja betur og setja upp skilti þar með sögu staðarins. Ábúandinn á Jörfa er mjög vel að sér og upplifði þann tíma þegar hundruðir hermanna hertóku landið og höfðu aðstöðu þar meðan fjölskyldan þurfti að flytja brott. Það er synd að sjá varðskýlið grotna niður.

Points

Varðskýlið frá þeim tíma sem herinn var hér er enn mjög heillegt og er við mjög fjölfarna göngu-og reiðleið íbúa í Garðabæ. Það væri sómi að því að laga varðskýlið, setja þarna skilti með sögunni og jafnvel bekk svo fólk geti notið fuglalífsins. Það má segja að þetta heyri undir minjavernd en þá er líka kjörið fyrir Garðabæ að fara í samstarf við þá. Af heillegum minjum sem ég veit um eru varðskýlið og neðanjarðarbyrgi. En svo eru margar rústir og leifar, s.s gamalt kvikmyndahús.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information