Uppgröftur frá nýbyggingum á Álftanesi má koma fyrir á góðum stað. Blessuð börnin hafa enga mishæð þegar snjóar til að renna sér niður.Það mætti útbúa smá Himelbjarg á þessu flatlendi okkar.
Sennilega fer megnið af mold í nýjan golfvöll, en ekki allt. Búum smá hól fyrir þau !
Heyr Heyr, örugglega allir krakkar á Álftanesi sammála þessu. Okkar krakkar hafa þurft að leita út í Hafnarfjörð eftir brekkum til að renna sér.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation