Hreystigarður fyrir íbúa Garðbæjar. Í görðunum sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Viðhaldslítil líkamsræktartæki prýða tíu hreyfi- og hreystigarða á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. Tækin eru til ókeypis afnota fyrir almenning. Þau þurfa ekki rafmagn heldur eru knúin áfram af líkamshreyfingum notenda. Því ekki að setja upp einnig í Garðabæ?
Ættu að vera staðalbúnaður í öllum hverfum styður lýðheilsumarkmið þjóðar.
Regluleg líkamsrækt er undirstaðan að sterkri heilsu og almennri vellíðan. Með því að setja upp hreystigarð í Garðabæ er verið að styðja við heilsu íbúa og gefa almenning tækifæri og hvatningu til þess að lifa heilbrigðari lífsstíl. Mörg góð fordæmi fyrir hreystigörðum má finna bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Okkar flotta sveitarfélag ætti að vera til fyrirmyndar þegar kemur að heilbrigðum venjum.
Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation