Hámarkshraði á Holtsvegi er 30 km/klst, en flestir aka mun hraðar. Hverfið er að stækka mjög hratt og fleiri gangandi og börn í skóla eiga leið sína um hverfið, þar á meðal Holtsveg. Til að auka öryggi vegar er hægt að setja upp upphækkaðar gönguþveranir/gangbrautir.
Lækkar aksturshraða og leiðbeinir gangandi vegfarendum með hvar hagkvæmast er að þvera/ganga yfir Holtsveg.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation