Sturtuaðstaða við ströndina á Sjálandi

Sturtuaðstaða við ströndina á Sjálandi

Að komið sé fyrir aðstöðu fyrir gesti strandarinnar í Sjálandi til að skola af sér. Það gæti t.d. verið einfaldur krani til að skola sand af fótum og/eða sturtuaðstaða þannig að fólk geti skolað sig eftir sjósund.

Points

Baðströndin á Sjálandi er mjög vinsæll viðkomustaður til útivistar, sérstaklega meðal barna sem finnst fátt skemmtilegra en að vera á tásunum á sandinum og jafnvel vaða aðeins út í sjó. Þá verða litlar tásur yfirleitt söndugar og erfitt að koma börnunum aftur í föt og skó áður en haldið er af stað heim. Einföld aðstaða til að skola myndi hjálpa til við að leysa þetta, gera ströndina ennþá vinsælli og auka ánægju gesta. Jafnframt gæti sturtuaðstaða hjálpað til við að auka ástundun sjósunds í Gbæ.

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information