Gangbrautir á Vífilsstaðarveg milli Ásahverfis og Sjálands

Gangbrautir á Vífilsstaðarveg milli Ásahverfis og Sjálands

Fyrir gangandi vegfarendur, sérstaklega börn, sem fara úr Ásahverfi niður í Sjalandshverfi er erfitt að komast yfir Vífilsstaðarveg því engar gangbrautir eru á veginum. Undirgöng eru á óheppilegum stað fjær Sjalandsskola sem lengir leiðina töluvert fyrir einhverja. Væri mjög til bóta að bæta við gangbrautum á mótum Vifilsstaðarvegar og Norðurbruar annars vegar og Vifilsstaðarvegar og Skeiðaráss/Löngulinu hins vegar svo börn úr Asahverfi komist auðveldar í skólann í mikilli umferð á morgnana

Points

Eykur öryggi gangandi vegfarenda, sérstaklega barna, á leið þeirra í Sjalandsskola og milli hverfanna almennt. Engar gangbrautir eru á Vifilsstaðavegi milli hverfanna.

Ég skil þetta ekki alveg - munurinn á vegalengd frá gatnamótum Skeiðaráss/Löngulínu og að inngangi skólans (1-6 bekkjar-inngangur) annars vegar um undirgöngin og hins vegar yfir götuna við gatnamóti er ca 25 metrar !!? Það getur nú ekki verið stórvandamál ef þú ert að koma einhverja 300-900 metra ofan úr hverfi ?? Eða er ég að misskilja þetta ? Það var gangbraut við hringtorgið norðan við undirgöngin, en hún var fjarlægð því þetta er hröð og hættuleg gata að fara yfir.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information