Hjóla og eða fjallahjólabraut

Hjóla og eða fjallahjólabraut

Hjóla og eða fjallahjólabraut fyrir krakka til að æfa tækni og stökk.

Points

Þetta er nýtist ekki bara krökkum heldur öllum. Frábær, fjölskylduvæn útivist sem hægt er að njóta allan ársins hring.

Frábær hugmynd, flott svæði út á Seylu út á Álftanesi fyrir svona sport

Pumptrackið við Garðaskóla er skemmtilegt - en of lítið og of mjótt nema fyrir minnstu notendurna.

Svona "Pumptrack" er frábær fyrir marga notendur ef hún er rétt hönnuð. Öll reiðhjól, hjólabretti, línuskautar og hlaupahjól er hægt að nota á brautin og fá góða þjálfun í allan líkamann. Sammála Svan að pumpan sé of mjó og hættuleg fyrir þá sem geta farið hraðar.

Krakkar sem fullorðnir njóta þess að hjóla, hvað þá í svona braut. Toppum Eyfirðingana!

Mikill fjöldi krakka stundar og hefur áhuga á hjólum og fjallahjólum. Það vantar almennilega braut til að æfa í. Flott viðbót við endurbættann hjólabrettagarð. Pumpan við Garðaskóla er flott en hún er of mjó fyrir hjólin, hreinlega hættuleg fyrir þau.

Fjallahjólabraut er frábær aðstaða fyrir fjölskyldur til að eiga góðar samverustundir, stunda útivist og skemmtilega hreyfingu

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information