Hugmynd mín er að klifurjurtir (bergflétta) væri látin vaxa upp vegginn. Það myndi draga úr hávaða yfir hæðahverfið og bæta loftgæðin (kolefnisjöfnun) og fegra umhverfið. Einnig mætti bæta við fleiri jurtum . Í dag lítur veggurinn út eins og múr og hver vill hafa múr í sínu umhverfi.
Væri ekki verra ef það væri eitthvað sem blómstrar, svo þetta væri svolítið litríkt.
Þessi steinmúr er kaldur og fráhrindandi. Það yrðu mikið prýði að því að ná upp gróðri á veggnum þannig að steinninn hverfi smá saman. Gróðurinn bindur einnig svifryk sem nóg er af í nærumhverfi hans og dregur úr CO2 í andrúmslofti.
Ég tel þetta vera góða hugmynd og er hún ekki kostnaðasöm.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation