Samfélagslegt verkefni sambærilegt og “Karlar í skúrnum”, verkefni sem fór af stað í Hafnarfirði um mitt síðasta ár. “Markmið karla í skúrum er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega.” Í skúrnum er komið upp aðstöðu í, t.d. safni handverkfæra, smærri smíðavélum, hefilbekk, ljósmyndaaðstöðu, og hvað annað sem þátttakendur hafa áhuga á. Þeir taka virkan þátt í að koma aðstöðunni upp og í öflun aðfanga.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation