Ruslatunnur milli Skólabraut og Bónus

Ruslatunnur milli Skólabraut og Bónus

Setja upp ruslatunnur innan hverfisins milli Varmárskóla og Bónus-verslunarinnar. Rétt er að taka fram að hvergi á þessari leið eða á skólalóðinn fyrirfinnast tunnur undir rusl. Gaman væri að fá nemendurna til að taka þátt í verkefninu, til dæmis hanna ruslatunnurnar og skreyta með myndnum eða orðaleikjum eins og "Gefðu mér að éta" eða "Alltaf opið" 😉 Vegna þess að nemendurnir taka alltaf stystu leið væri best að setja ruslutunnurnar eftir því, en ekki eingöngu við aðalbrautina.

Points

Það þarf að tæma ruslatunnur. Fólk þarf að venja sig á það að taka ruslið með sér heim.

https://www.facebook.com/groups/207208330156597/permalink/263265194550910/

Mjög mikið rusl sem aðallega nemendur varmárskóla kasta frá sér á þessari leið. Fýkur inn á lóðir, íbúum til ama.

Ég bý við Skólabraut og það er hrikalegt magn af rusli sem er hent inn í garð hjá okkur. Við höfum engan vegin undan að tína þetta allt upp. Sorglegt að sjá hvað er hvað er mikið af plasti sem er hent , ég hélt að unga fólkið væri svo meðvitað um umhverfismál.

Um helgina (17.mars) tíndum við upp ruslið frá Bónus–versluninni alla leiðina að Varmárskóla. Á tæplega 500 metra vegalengd fylltum við 2.5 stóra plastpoka með rusli. Þetta er mikið magn. Mest allt voru umbúðir fyrir skyndibita og drykki nemendanna úr Varmárskóla. Hvert eiga þau að setja ruslið sitt ef hvergi fynnst ruslatunnur? 😜

Vantar fleiri ruslatunnur nálagt Vrmarskóla,....í Mosfelsbær

Ég vil sjá þarna á leiðinni ílát undir rusl. En það eiga að vera veglegar ruslutunnur sem er ekki hægt að opna með einu sparki. Og svo þurfa tæmingar að vera tíðar. Og uppeldi ungmenna þarf að fylgjast að.

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information