Æfingatæki og endurbætur á leikvellinum á Blikastíg

Æfingatæki og endurbætur á leikvellinum á Blikastíg

Rólóinn á Blikastíg er mikið notaður af íbúum í nágrenninu en líka af fjölskyldum af Álftanesinu öllu í hjóla- eða göngutúr og af hópum leikskólabarna. Þangað væri frábært að fá einhver tæki svipuð þeim sem eru fyrir utan Álftaneslaug, að kanarískri fyrirmynd þar sem svona tæki eru höfð á róluvöllunum fyrir foreldra og þá sem eiga leið hjá. Það væri líka gott að fá almennar endurbætur, það eina sem hefur gerst er að sandkassinn var fjarlægður og sömuleiðis ruggutæki, en ekkert kom í staðinn.

Points

Leikvöllurinn er mikið notaður af ýmsum íbúum Álftaness og enn fleiri gætu nýtt sér þetta svæði ef það væru æfingatæki fyrir þá sem eru að ganga eða hjóla þennan vinsæla hring. Foreldrar gætu notað tímann í heilsueflingu meðan börnin væru á leikvellinum og þetta gæti ýtt undir samveru fullorðinna og barna úr hverfinu. Það þyrfti að laga sandkassann eða þá klára að fjarlægja hann og fá eitthvað í staðinn fyrir þetta sem hefur verið fjarlægt, þar sem börnin sem búa hér hafa ekki aðgang að öðru.

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information