Bæta öryggi gangandi við Sjálandsskóla/Löngulínu

Bæta öryggi gangandi við Sjálandsskóla/Löngulínu

Verkefni: bæta umferðaröryggi gangandi við Löngulínu og Sjálandsskóla með lagningu göngustíga og upphækkaðri gangbraut yfir götu. Ásamt því að skoða aðgerðir til að minnka umferðaröngþveiti við skólann vegna skutls á morgnana.

Points

Það er mikil umferð eftir Löngulínu og jafnvel umferðaröngþveiti á morgnana vegna skutls skólabarna. Það skortir alveg örugga leið fyrir gangandi frá Vífilstaðaveg sem og frá Strikinu að skólanum. Það er engin skýr afmörkuð gönguleið sem liggur í skólann úr þessari átt.

Ekki nógu öruggt eins og þetta er. Engar skýrar gönguleiðir meðfram né yfir götu.

Mjög mikil þörf á úrbætum þarna, ég geng þarna á hverjum degi á leið til vinnu og ekki annað hægt en að ganga út í vegkanti og bara síðast í gær rakst bíll utan í mig ...

Öryggi barnanna skiptir mestu máli.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information