Bætt aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Álftanesi.

Bætt aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Álftanesi.

Ný flóðlýsing, gera upp vallarhúsið og bæta við búnaði sem hæfir alvöru liði.

Points

Mjög brýnt að klára þessi atriði. Grasið er frábært og hefur breytt miklu varðandi iðkun og aðstöðu. En betur má ef duga skal, lýsingin er eins og kertaljós og aðstaðan í vallarhúsi ekki boðleg, sturtu og klefalaust !

Aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Álftanesi er verulega ábótavant, sérstaklega saman boriðvið hjá Stjörnunni. Ljóskastararnir við völlinn eru verulega gamlir og lélegir og hreint ekki boðlegir. Einnig fullnægir vallarhúsið litlum sem engum kröfum. Þar er hvorki að finna sturtur, klefa né annan nauðsynja búnað. Það er kominn tími til að koma jafn vel fram við bæði fótboltalið bæjarins.

Þetta er einfalt og skýrt markmið. Það á að vera metnaður yfirvalda í Garðabæ að búa jafnvel að aðstöðu knattspyrnuvalla á Álftanesi og við Ásgarð í Garðabæ. Því er það grundvallaratriði að byrja á að bæta lýsingu vallarins á Álftanesi en huga einnig í framhaldinu að aðstöðunni fyrir áhorfendur og í vallarhúsi. Mikill fjöldi ungra iðkenda, samlegðaráhrif og samstarf Stjörnunnar, UMFÁ og KFG á að vera sem allra mest og best. Það er hagur allra að svo sé.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information