Þvílík nátturuperla og fegurð við sjóinn á hundasvæðinu við Bala og þar er mikil fjöldi saman komin af hundum og mannfólki hvern dag. Svæði með bekk og ruslatunnu, vegur lagfærður nýlega en þessa vordaga sem og rigningar og frostlausa daga en valla farandi á Bala vegna drullu og leðju. Það væri gott ef bærinn setti þökur og ræktaði upp svæðið þannig að þessi perla væri Garðabæ til sóma. Hundaeigendur koma víða að og öruggt er að þeir sem sækja Bala væru tilbúnir í vinnudag þar ef það byðist.
Bali - hundasvæði fyrir alla.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation