Stjarnan hefur fengið úthlutað frábærum lyftingasal í Ásgarði en þörf er á fjárveitingu til að kaupa búnað.
Keppendur Stjörnunnar hafa staðið sig frábærlega á innlendum og erlendum vettvangi, bæði í kraftlyftingum og Ólympískum lyftingum. Lyftingar eru lykillinn að árangri í nútíma íþróttum og nauðsynlegt að stuðla að uppgangi þeirra.
Þetta lyftir sér ekki sjálft!
Frábær hugmynd. Hér er hægt að gera afskaplega mikið gagn fyrir hlutfallslega lítið fé. Góðar lyftingastangir og lóð endist í áratugi og nýtist öllu íþróttafólki. Fjárfesting í íþróttastarfi er fjárfesting í heilsuvernd og forvörnum sem mun skila sér um ókomna tíð.
Nauðsynlegt er að fá fjármagn til að kaupa búnað! Búnaðurinn myndi nýtast öllum deildum innan stjörnunnar, og endist svona búnaður í marga áratugi og er það því virkilega góð fjárfesting! Fjárfestum i sterkara íþróttafólki!
Ef við styðjum enn frekar að baki félagsins með betri aðstöðu þá veit ég að fleiri munu sækjast þessa mikilvægu íslensku íþrótt. Okkar frægasta fólk er meðal annars vegna kraftlyftinga, hvaða félag vill ekki eiga heiðurinn á að skapa næsta Jón Pál eða Magnús Ver?
Lyftingar eru stöðugt vaxandi íþrótt og á Ísland fullt af afreksfólki í íþróttum. Hinsvegar virðist lyftingadeildin ekki vera að fá jafn mikla athygli og aðrar deildir sem haftrar starfinu. Aukin fjárveiting gerir okkur kleift að halda áfram að þjálfa afbragðs íþróttafólk!
Fjárveiting til lyftingadeild Stjörnunnar hefur verið töluvert minni í samanburði við aðrar deildir, þrátt fyrir magnaðan árangur undanfarinn ár. Frábært andrúmsloft þar sem að allir eru velkomnir, hvort sem þeir séu byrjendur eða reynsluboltar.
Stjarnan hefur fengið úthlutað stórum lyftingasal í Ásgarði en ekki hefur fengist fjárveiting til að innrétta aðstöðuna með lóðum og tækjum svo hún nýtist illa að óbreyttu. Salurinn er höfuðstöð lyftingadeildar og miðpúnktur allrar kraftþjálfunar í Garðabæ. Tiltölulega litla fjárveitingu þarf til að hægt sé að nýta aðstöðuna að fullu. Það er nauðsynlegt að klára þetta verkefni svo Garðabær geti skartað sterkustu íþróttamönnunum á landinu. Áfram Stjarnan! 💪💪💪
Þetta er sérstaklega gott fyrir lyftingakonur, miðað við hin sveitarfélögin erum við mjög fáar í Garðabæ að æfa lyftingar og kynjahlutfallið hallar verulega á okkur. Aðstöðuleysi spilar stóran þátt því það virðist erfiðara fyrir okkur stelpurnar að ryðja okkur til rúms í þrengslunum. Þar að auki er ekkert pláss til að fjölga konum í starfinu svo að ef það fæst ekki fjárveiting verða engar breytingar á þessu næstu árin. 😔 Hvet þá sem dæma í þessari hugmyndasamkeppni að hafa þetta í huga.
Góð hugmynd, ungu fólki í Garðabæ stendur ekki til boða nógu margir margir möguleikar þegar það flosnar uppúr hópíþróttum á unglingsaldrinum eins og er algengt. Garðabær verður að trygga bæjarbúum fleiri möguleika en bara það að fara í stóru heilsuræktarstöðvarnar. Lyftingadeildin býður uppá miklu hollara umhverfi fyrir þetta unga fólk og bætt aðstaða þar yrði frábær viðbót við flóruna af möguleikum fyrir Garðbæinga til að stunda íþróttir og væri frábært skref til að efla lýðheilsu.
Aðstaða í Garðabæ til styrktarþjálfunar stendur öðrum bæjarfélögum langt að baki. Fjárfesting í búnaði til styrktarþjálfunar er tiltölulega lítil fjárhæð en búnaður endist lengi. Almennilegur búnaður til styrktarþjálfunar kemur sér vel fyrir alla starfsemi Stjörnunnar þar sem styrktarþjálfun er óaðskiljanlegur hluti þjálfunar afreksfólks í flestum tegundum íþrótta. Auk þess er styrktarþjálfun kjörin leið fyrir alla aðra til að efla almenna heilsu og heilbrigði fram eftir öllum aldri.
Fjárfestingin uppfyllir öll skilyrði Betri Garðabæjar, hún nýtist öllu íþróttafólki enda er styrktarþjálfun grunnur allra íþrótta, flestir bæjarbúar hafa áhuga á, hafa stundað íþróttir á lífsleiðinni eða eiga börn í íþróttum. Það eflir og fjölgar möguleikum bæjarbúa til hreyfingar og bætir lýðheilsu. Líftími fjárfestingarinnar getur verið áratugir og hægt er að stjórna kostnaði í samræmi við vilja. Búnaðurinn nýtist áfram í framtíðar-íþróttamannvirkjum og samræmist stefnu bæjarins í þeim efnum.
Lyftingadeild Stjörnunnar hefur tvívegis átt Íþróttamann Garðabæjar á 7 ára ferli sínum. Deildin hefur sótt íslandsmet, íslandsmeistaratitla og bikarmeistaratitla hefur í bæði kraftlyftingum og lyftingum á algjörum lágmarksbúnaði. Ótrúlegur árangur en til þess að deildin geti stækkað og aukið hróður sinn þá þarf að gera meira. Deildin á í góðu samstarfi við aðrar deildir innan Stjörnunnar og ætlum við saman að vera sterkasta íþróttalið Íslands Skíni Stjarnan!
Flott verkefni, það er sameiginlegt hagsmunamál allra garðbæinga að íþróttafólkið okkar hafi góða aðstöðu til að æfa íþróttir. Góður lyftingasalur nýtist öllu íþróttafólki og Garðabær þarf að tryggja að bæjarbúar geti valið um fleiri heilsuræktarmöguleika en bara að skrá sig í boltaíþrótt eða fara í líkamsræktarstöð. Styð þetta mikilvæga lýðheilsumál af fullum krafti!!! 💪💪💪
Kraftlyftingar og lyftingar (ólympískar) eru vaxandi greinar hér á landi. Stjarnan mun þó ekki getað tekið þátt í þessari frábæru þróun ef aðstaðan verður ekki bætt. Það á ekki við alla að æfa hópíþróttir og eru þessar greinar frábær valmöguleiki fyrir ungmenni sem og okkur eldri að stunda heilsueflandi einstaklingsíþrótt á forsendum hvers og eins. Sum okkar veljum að keppa í íþróttagreinunum meðan aðrir eru að þjálfa líkamsstyrk heilsunnar vegna eða sem grunnþjálfun fyrir aðrar íþróttir.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation