Götulýsingin á Hofstaðabraut er frekar dræm á þessu svæði enda eru ljósastaurar aðeins öðrum megin við götuna. Gott væri að fá ljósastaura beggja megin götunnar.
Fólk er iðulega á gangi þarna og börn að leik. Ég hef sjálfur upplifað það þegar barn hljóp skyndilega yfir götuna í skammdeginu og ég sá það mjög seint (lítil notkun endurskinsmerkja er svo auðvitað önnur saga). Svo er auðvitað leikskóli í götunni.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation