Æfingahúsnæði þar sem hljómsveitir geta æft samspil og hafa aðgang að ýmsum hljóðfærum. Þannig gætu börn og unglingar (fullorðnir líka) fengið að vinna að tónlist utan Tónlistarskólans og fengið að experimenta miklu meira. Gjald pr. klukkutíma. Ef bærinn útvegar húsnæði og eftirlit þá er hægt að leita eftir styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum til að afla ýmissa hljóðfæra og tækja, sem mega alveg vera notuð. Tónlistaráhugafólk í bænum gæti þarna hjálpast að við að hlúa að hæfileikafólki.
Getur skapað skemmtilega grósku í tónlistariðkun í bænum og byggt brú á milli eldri og yngri áhugamanna um tónlist. Ungmenni fá aðstöðu fyrir sköpun sem erfitt er að hýsa í heimahúsum og gefur þeim kost á að fara út úr húsi og vinna að einhverju saman í hópum. Fullorðið tónlistaráhugafólk getur með sama hætti myndað hópa um sitt áhugamál, t.d. ef bara á að æfa fyrir einn viðburð. Tímapantanir pr klukkustund spara iðkendum útgjöld og gefa kost á betri nýtingu húsnæðis.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation