Fótboltavöllurinn í Lundahverfi er vel staðsettur og þjónar bæði börnum í Lundum og búðum. Notkunin væri margfalt meiri ef gervigras væri lagt á völlinn. Eins væri gaman að sjá mýkra yfirborð á körfuboltavellinum líkt má sjá á körfuboltavöllum við skólana.
Lundahverfið er fullt af börnum og þetta leiksvæði við hliðina á Lundabóli er lítið sem ekkert notað. Þarna væri frábært að fá sparkvöll og lagfært körfuboltasvæði. Í Lundahverfi er annað leiksvæði sem er komið á tíma og væri líka gaman að sjá fá upplyftingu, við Heiðarlund.
Það væri frábært að fá battóvöll og einnig almennilegan körfuboltavöll með góðu undirlagi
Með því að leggja betra yfirborð á sparkvöll og körfuboltavöll er líklegt að notkun vallanna yrði meiri og hverfið gætt meira lífi.
Væri frábær nýting á svæðið sem er klárlega komið á tíma. Myndi sameina krakka á öllum aldri í Lundunum , Búðunum og jafnvel víðar.
Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation