Tunnur undir lífrænan úrgangs fyrir heimili

Tunnur undir lífrænan úrgangs fyrir heimili

Tunnur (s.s. brúna tunnan) undir lífrænan úrgang sem fellur til á heimilinu sem annars færi í tunnu undir almennt sorp (svörtu tunnuna).

Points

Væri snilld! Því auðveldara sem það er að flokka, því betra.

Mikilvægt til að minnka almennt sorp. Það eru ekki margir sem ekki hafa tækifæri til að hafa moltutunnur heima hjá sér.

Með því er hægt að minnka magn af lífrænum úrgangi sem annars færi í almennt sorp minnkum við sóun og nýtum afurðina í moltugerð.

Mjög góð hugmynd og ætti að vera skylda í öllum sveitarfélögum að flokka meira

Líst vel a þessa hugmynd. Tökum önnur sveitafélög okkur til fyrirmyndar sem hafa framkvæmtþetta

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information