Setja t.d. 1 metra breiðan malarstíg meðfram (fyrir ofan) grjótgarðinum við Helguvík fyrir neðan golfvöll að Bjarnastaðavör
Þarna er yndislegt að ganga en erfitt vegna grjóts. Ekki ætti að kosta mikið að fá t.d. unglingavinnuna til að týna stærsta grjótið úr stíg t.d. ca 1 metra breiðum og setja fína möl í.
Reiðstígur er skipulagður á sama stað skv. aðalskipulagi það fer ágætlega saman enda taka hestamenn á Álftanesi fullt tillit til gangandi vegfarenda. Þyrfti þó að vera aðeins breiðari ef það ætti að ganga saman.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation