Gangbrautir fyrir Holtsveg og gönguleið kringum Urriðavatn það vantar gangbraut á Holtsveginn - það myndi hægja á umferð í götunni og gera barnafólki kleift að fara yfir með barnavagna osfrv. Urriðavatn: það væri afskaplega fallegt að halda áfram með framkvæmdir sem nú eru hafnar þ.e. með byggingu á brú yfir og hafa fallegan göngustíg alla leið umhverfis vatnið jafnvel með lýsingu svipað og við lækinn í Hafnarfirði.
Rök fyrir gangbraut: eykur öryggi íbúa og sérstaklega barna og barnafólks sem þarf að fara yfir götuna. Ætti að draga úr hraða á Holtsveginum Rök fyrir gönguleið kringum Urriðavatn: þetta vatn er svo fallegt og myndu margir íbúar hverfisins nýta sér að labba kringum vatnið enda falleg og vinsæl staðsetning - myndi auka áhuga á hverfinu sem slíku við lækinn í Hafnarfirði er falleg lýsing meðfram vatninu væri ótrúlega fallegt að gera góða gönguleið kringum Urriðavatn sem væri upplýst á kvöldin
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation