Göngustígur á Álftanesi

Göngustígur á Álftanesi

Mætti alveg klára að gera göngustíg á Álftaneshringnum. Vantar um 1 km til þess að hringurinn sé góður. Vissulega er malarstígur á einum stað og svo "kindastígur" á öðrum stað en þarna er varla hægt að fara göngu hringinn á Álftanesinu ef það snjóar, eða með barnavagn/kerru nema fara í einhverja torfæruleiðangra. Hestastígurinn má alveg vera áfram, en það má bæta malbikuðum göngustíg líka svo gangandi vegfarendur þurfi ekki að ganga á veginum eða traðka niður grasið við hlið hestastígsins

Points

Já!!! Það er erfitt að hjóla. Stígurinn er mjór. Og strigaskórnir verða skítugir.

Þessi litli kafli sem vantar uppá er slysagildra. Þeir sem hjóla fara út á veginn þarna, sem skapar mikla hættu þar sem umferð getur verið töluverð.

Sem áhugamaður um hlaup og útivist og forsvarsmaður Skokkhóps Álftaness sem er samfélag breiðs hóps á Álftanesi með sama áhugamál. Þá tek ég undir það að það er mjög mikilvægt að klára gerð göngustígsins á Álftaneshringnum. Höfum víð rætt þetta okkar á milli um langt skeið og vonumst við til þess að stutt sé í að úr verði bætt.

Það er mikið öryggismál að þetta sé klárað enda fólk oft á götunni. Varðandi reiðstíginn þá er hann skipulagður skv. aðalskipulagi en núverandi stígur er hættulegur þar sem hann liggur of nálægt veginum og er mjög lélegur. Mögulega byggja sameignlegan útivistarstíg líkt og við sjóvarnargarðinn en þá fjær götunni.

Hér er um mikilvægt öryggismál að ræða enda er Álftaneshringurinn vinsæl gönguleið. Fólk er að ganga slóða sitt hvoru megin við Fógetahringtorgið sem og nota reiðstíg til göngu að torginu á Suðurnesveginum. Ég tek að fullu undir með þeim sem hér hafa þegar ritað um þetta.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information