Láglýsing gönguleiða

Láglýsing gönguleiða

Lýsingu er verulega ábótavant á mörgum gönguleiðum bæjarins. Úr þessu mætti bæta með láglýsingu, þ.e. lýsingu í ökklahæð. Þannig eru gönguleiðir lýstar án þess að hafa truflandi áhrif á íbúa nærliggjandi húsa. Meðfylgjandi er mynd af göngustíg frá Smáraflöt að Stekkjarflöt en þar er einn ljósastaur. Við Vigdísarlund er enginn ljósastaur. Gönguleið framhjá fótboltavöllum er illa lýst - nema þegar flóðljósa af vellinum nýtur við en það er sjaldan um 8-leytið á morgnana þegar skólabörn eru á ferð.

Points

Betri lýsing á gönguleiðum væri mikið framfaraspor. Krakkar hreinlega hræðast mikið af þessum myrku leiðum og fara lengri og hættulegri leiðir til þess að vera frekar þar sem betri lýsing er. Betri lýsing mundi bæta öryggi mikið.

Hver er lýðheilsustefna bæjarins? Ekki nóg að hafa göngustíga heldur þurfa þeir að vera greiðfærir sumar sem vetur og á öllum tímum dags og þá hefur lýsing mikið að segja.

Grunnskólanemendur eru hvattir mjög til þess að nýta sér göngu-/hjólaleiðir í og úr skóla. Fjölmargir aðrir hafa einnig hag af gönguleiðum. Því miður eru margar þessar leiðir illnothæfar sökum lélegrar eða jafnvel engrar lýsingar. Neðri leiðin frá Flötum að Flataskóla, eftir göngustígum milli gatna, framhjá Vigdísarlundi og fótboltavelli er gott dæmi um þetta. Mér skilst að einhverjum íbúum hugnist illa mikil lýsing sem nái inná lóðir en láglýsing gæti verið lausnin.

Þetta á við um mjög marga stíga í bænum. Láglýsing kemur bæði til móts við nágranna (lítil sem engin ljósmengun) og notendur stíganna (aukið öryggi).

Gríðarlega óþægilegt fyrir skólakrakka að labba í skólann í þessu myrkri. Þau veigra sér jafnvel við að nýta göngustígana af því þeim er illa við myrkrið, og labba á götunni í staðin.

Vantar nauðsynlega slíka lýsingu á göngustíg meðfram álftanesvegi. Ekki hægt að hlaupa þar eða hjóla þegar dimmt er vegna grjóts á stígnum og ekki hægt að sjá grjótið fyrr en of seint.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Get ég fengið rökstuðning með þessari niðurstöðu? Tillagan fékk mjög góðar undirtektir og það hefur margoft verið kvartað undan lélegri lýsingu á göngustígum. Af hverju er ekki vilji fyrir þessu?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information