Leiksvæði við ströndina í Sjálandinu

Leiksvæði við ströndina í Sjálandinu

Setja upp leiksvæði fyrir yngri kynslóðina við ströndina í Sjálandshverfi

Points

Frábær hugmynd. Það mætti gera eitthvað meira fyrir svæðið þar sem mörkin eru (halda samt mörkunum líka því að þau eru talsvert notuð). Hugmyndir: Niðurgrafið trampólín, ærslabelgur, aparóla, kastali fyrir minni börnin, rennibrautir, rólur, ungbarnarólur o.s.frv. Má ekki líka endurskoða það að hafa leikskólasvæðið opið utan opnunartíma hans?

Það vantar leiksvæði fyrir börn á aldrinum 1-6 ára (og eldri) í Sjálandinu. Í hverfinu er leikskóli en leiksvæðið er læst utan opnunartíma leikskólans. Við Sjálandsskóla er leiksvæði en það hentar ekki ungum börnum. Hugmyndin er að nýta grassvæðið fyrir ofan ströndina í Sjálandinu og setja þar upp leikvöll.

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information