Það væri afar vel þegið ef hægt væri að skipta sem flestum göngustígum í tvennt: annars vegar í hjóla stiga og hinsvegar göngustíga.
Þetta eykur öryggi notenda stíganna og eykur hraða þeirra sem hjóla, sem ýtir undir að fleiri gætu nýtt sér hjólreiðar til vinnu. Það myndi svo draga úr umferð bíla, sem nóg er af nú þegar.
Af tvennu illu er skárra að hjóla á götunni en á blönduðum stíg, hjólandi og gangandi sem varla eru breiðari en 2 metrar. Margar gagnstéttir eru innan við metri á breidd sem ekki er boðlegt fyrir blandaðan stíg. Nýr stígur yfir Arnarneshæð er illa hannaður þar sem á honum eru blindbeygjur og hljóðvarnarveggirnir mynda vindsveipa/vindgöng. Stígurinn er merktur á Rauða hjólaleið en samt er hann blandaður stígur. Það passar bara ekki.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation