Mosostræto

Mosostræto

Það vantar Stræto sem er bara innan Mosfellsbær og tengir allar hverfir, líka hesthúsahverfi.

Points

Síðan ætti að vera hægt að kaupa ódyrt strætokort sem Íbúi Mosfellsbærs svo að maður þarf ekki lengur að borga 940kr fyrir stutt leið sem maður borgar kannski 100kr í bensin. Það væri líka góð leið til að minnka bílanotkun sem hefur aukast svo mikið síðustu árin.

Ég er sammála þessu, Mosfellsbær er orðinn stór og teygir sig orðið langt í alla anga þannig að það er langt á milli hverfa.

Börn sem búa á tveim stöðum í Mosfellsbæ ættu að geta tekið einn strætó til að fara á milli heimila sinna.

Algjörlega sammála þessari tillögu. Margir sem hafa flutt a milli hverfa og börnin kosið að skifta ekki um skóla. Erfitt fyrir yngri börn að þurfa að skifta um strætó til að komast til og frá skóla. Þar sem leið 15 og leið 7 passa ekki saman. Þetta myndi auðvelda mörgum lífið þar a meðal okkar! Við myndum nota strætó mikið meir ef það væri bæjarleið.

Börnin okkar þurfa að fara á milli hverfa vegna íþrótta, hitta vini eða heimsækja fjölskylduna t. d. ömmu og afa í öðru hverfi. Í dag passa vagnar innan bæjarins mjög illa saman tímalega.

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information