Reykjanesbraut undir Hafnafjörð

Reykjanesbraut undir Hafnafjörð

Hugmyndin er að byggja tvöföld göng fyrir Reykjanesbraut sem færi undir Hafnafjörð, og byggja mislæg gatnamót þar sem göngin byrja og enda (eins og myndin sýnir, appensínugulu línurnar er Reykjanesbraut og göngin, og gulu línurnar eru hvernig mislægu gatnamótin ættu að vera)

Points

Ég bý ekki í Hafnafirði en ég hugsa að þetta sé hagstætt fyrir hafnfirðinga og alla sem eiga sér leið til suðurnesja frá höfuðborgasvæðinu, það er orðin mikil umferð á Reykjanesbrautinni í gegnum hafnarfjörðinn og eru líka t.d hringtorgið þarna orðið stór hættulegt. Þegar maður horfir á loftmyndir er ekkert pláss fyrir mislæg gatnamót inní bænum, nema ef einhver hús yrði rifin, en ég held að það sé betra að byggja þessi göng, gæti líka verið ódýrara og gott fyrir alla.

Þetta er sko engin spurning. Tímasparnaður, eldsneytissparnaður, minni mengun og hávaði svo ekki sé nú talað um aukið öryggi fyrir Hafnfirðinga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information