Hertar reglur um innflutning dýra og planta

Hertar reglur um innflutning dýra og planta

Lög og reglur um innflutning lífvera er fjölbreyttur og flókinn. Svo virðist sem að í framkvæmd þessara reglna sé nær eingöngu horft til sjúkdóma og hvort að dýr séu hættuleg eður ei. En ekki horft til verndar náttúru landsins. Þannig eru nú t.d. flutt inn í gæludýraverslanir fiskar og vatnalífverur, t.d. ferskvatnshumra, sem stórhættuleg gætu orðið slyppu þau laus í náttúruna. Sérstaklega á tímum hækkandi hitastigs. Nauðsynlegt er að fara yfir alla löggjöf um þessi mál.

Points

Við þurfum að herða reglur um innflutning lífvera, dýra og plantna, til þess að lágmarka innflutning ágengra og skaðlegra lífvera hér til lands. Íslenskt lífríki er einstakt og viðkvæmt.

Mikið af framandi tegundum eru fluttar til Íslands og sleppa út í íslensk vistkerfi viljandi eða óviljandi. Sem dæmi má nefna fjölda plöntutegunda sem hafa dreifst úr görðum, garðyrkjustöðvum og úr skógrækt. Einnig færist í aukana að framandi dýrategundir nemi land og fjölgi sér hratt t.d. ýmsar skordýrategundir, og fiskar og hryggleysingjar á grunnsævi. Þá geta spendýr sem sleppt er úr haldi t.d. minkar og kanínur valdið tjóni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information