Afnám "krónu á móti krónu" skerðinga

Afnám "krónu á móti krónu" skerðinga

Afnám "krónu á móti krónu" skerðinga á greiðslum til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega strax!

Points

Krónu á móti krónuskerðingar eru eignarupptaka og mannréttindabrot, sem heldur fólki í fátæktargildru.

Bara fáránlegt að öryrkjar fái fullar bætur og full laun ef hann getur unnið. Frekar að auka styrki til hjálpartækja þar sem við á.

Finnst þetta orðalag að tala um örorkubætur bæði rangt og niðurlægjandi, þetta eru örorkulaun því af þessu er dreginn skattur sem um laun sé að ræða auk þess sem flestir öryrkjar hafa unnið árum saman á vinnumarkaði og greitt í sameiginlega sjóði sem þeir fá svo endurgreitt úr er heilsan gefur sig sem er oftast vegna vinnu tengds álags eða áfalls.

Króna-móti-krónu-skerðing letur fólk til að nota þá getu sem það hefur, sem er þveröfugt við það sem ætti að vera. Það væri nóg að afnema þessa skerðingu -- þá þyrfti ekki starfsgetumat. Nóg að leyfa fólki að ráða sjálft. Í versta falli gætu einhverjir öryrkjar sloppið við að vera bláfátækir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information