Tryggjum upplýsingarétt almennings

Tryggjum upplýsingarétt almennings

Forsenda heilbrigðs lýðræðis er aðgengi almennings að upplýsingum og réttur okkar til að safna og skiptast á upplýsingum án afskipta stjórnvalda. Stjórnvöld eiga að beita upplýsingatækni í mun ríkari mæli til að koma gögnum á framfæri, sinna þjónustu og hafa samráð við borgarana. Virða skal upplýsingarétt borgaranna í hvívetna, með þeim takmörkunum sem nýja stjórnarskráin tilgreinir.

Points

Upplýsingar eru forsenda upplýsingar. Til að geta tekið virkan þátt í lýðræðinu þurfum við virkan aðgang að gögnunum sem um ræðir. Jafnvel þeir sem ekki fylgjast með þeim frá degi til dags myndu vera mun betur settir með getuna til að fletta upp afturvirkt í opinberum gögnum þegar þörf fyrir upplýsingarnar kemur fram síðar. Nútímavæðing stjórnkerfisins, sem nýtir þá möguleika sem upplýsingatæknin býður upp á til að virkja borgarana, er eðlileg krafa í virku lýðræðissamfélagi.

Leyndarhyggja er myrkrið sem frændhygli, spilling og sjálftaka þrífst best í. Aukið aðgengi almennings að upplýsingum um það sem er að gerast í stjórnkerfinu kemur í veg fyrir hneykslismál og sparar okkur peninga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information