BJÖRT FRAMTÍÐ ER GRÆN FRAMTÍÐ!

BJÖRT FRAMTÍÐ ER GRÆN FRAMTÍÐ!

Andrúmsloft er grunnur alls lífs og mikilvægt að vernda loftgæði með öllum tiltækum ráðum! Við getum dregið úr þeirri loftmengun sem er af mannavöldum. Ómengað loft skiptir öllu máli.

Points

Auðlindir jarðarinnar eru ekki ótæmandi og getum ekki haldið áfram að haga okkur eins og við höfum gert. Vistkerfi jarðar eru víða í ójafnvægi eða röskuð, lífbreytileiki hefur rýrnað, loftgæði minnkað, vatn er víða af skornum skammti, moldin eyðist hratt og hafið súrnar æ meir. Loftslagsbreytingar eru líka staðreynd sem við verðum að bregðast við á ábyrgan hátt.

Vistkerfi Íslands eru nær öll röskuð. Rangt er að líta á Ísland sem óspjallað land. Hugtakið ósnortin víðerni er bull. Ísland og Grikkland eru þau Evrópulönd sem tapað hafa mestu af gróðurauðlind sinni. Helmingur af gróðurþekju Íslands er horfinn og helmingurinn af því sem er eftir er í sárum. Skógurinn hvarf nær allur. Þetta þarf að byggja upp á ný, græða landið, klæða það skógi og leggja þar með stórt til loftslagsmála og umhverfisverndar á jörðinni. Þetta má gera án þess að útrýma vistgerðum.

Græn framtíð felst í lífhagkerfinu sem senn tekur við af olíuhagkerfinu. Eitt meginhráefnið sem kemur í stað olíunnar er trjáviður. Allt sem nú er framleitt úr olíu er hægt að framleiða úr trjám, eldsneyti, plast, hráefni í efnaiðnað, lyfjaefni, hráefni í dýrafóður og mannamat o.s.frv. Timburbygging er kolefnisgeymsla en bygging úr stáli og steinsteypu hefur ótrúlega stórt kolefnisspor. Græn framtíð felst í því að rækta skóga og gera landið sjálfu sér nógt um þetta hráefni framtíðarinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information