Lög um vernd uppljóstrara

Lög um vernd uppljóstrara

Tryggja þarf að þeir sem benda á starfsemi eða venjur sem standast ekki lög eða siðferðilega mælikvarða njóti þeirrar verndar sem lög geta veitt gegn starfsmissi eða hefndaraðgerðum af öðru tagi.

Points

Samfélagið þarfnast fólks sem hefur kjark til að benda á misbresti í starfsumhverfi sínu og innan fyrirtlkja og stofnana. Það er líka mikilvægt að ferlar til að koma upplýsingum á framfæri séu til staðar. Á þessu er talsverður misbrestur í íslensku atvinnulífi og því miður ekki óalgengt að einu færu leiðirnar til að koma upplýsingum á framfæri sé að fá þær birtar á opinberum vettvangi. Þess vegna er nauðsynlegt að til sé löggjöf verndar þá sem koma slíkum upplýsingum á framfæri.

Lögleysa og spilling geta þrifist á kostnað samfélagsins, ef ekki er hægt að ljóstra upp um það. Fjölmörg dæmi seinustu ára, sýna að ljóstrað var upp um mál sem annars hefðu legið í þagnargildi gagnvart þjóðfélaginu. Það fólk sem ljóstrar upp um þessi gögn tók mikla áhættu, fór í útlegð, var dæmt til refsingar eða þurfti að taka til kostnaðarsamra varna í mannréttindadómstólum. Ef þjóðfélagið vill njóta þeirra kosta sem uppljóstrun fylgir, á þá að refsa uppljóstrurum? Nei! Verndum þau!

Smá Devil's Advocate: Biskup Íslands segir það ekki siðferðilega verjandi að uppljóstra gögnum sem eiga að fara leynt samkvæmt lögum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information