Stofnum geðheilbrigðisKERFI

Stofnum geðheilbrigðisKERFI

Á Íslandi er ekki til geðheilbrigðiskerfi heldur brotakennt samsafn misaðgengilegra úrræða. Besta meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum geðröskunum (hugræn atferlismeðferð) er í raun ekki í boði innan kerfisins heldur eingöngu hjá einkaaðilum. Geðraskanir valda gífurlegum þjáningum og kostnaði í flestum kerfum samfélagsins, svo sem heilbrigðiskerfi, tryggingakerfi, félagslega kerfinu, menntakerfinu, réttarkerfinu o.fl. Byrgjum brunninn og hættum að spara aurinn og kasta krónunni

Points

Það er gífurlega dýrt að hafa lélegt geðheilbrigðiskerfi. Geðræn vandamál valda miklum kostnaði í nánast öllum kerfum, auk þess sem geta fólks til að taka þátt í samfélaginu (og borga skatta) er oft verulega (eða jafnvel algerlega) skert. Sennilega deyja hátt á annað hundrað manns árlega vegna geðræns vanda ef saman eru talin sjálfsvíg, ofskammtar og aðrar afleiðingar vímuefnaneyslu. Fjárfesting í geðheilsu skilar sér 4-7 sinnum til baka, auk þess að fyrirbyggja ólýsanlegar þjáningar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information