Hækkum persónuafslátt - Lægri skattar á tekjur og lífeyri.

Hækkum persónuafslátt - Lægri skattar á tekjur og lífeyri.

1. Tekjuskattur verður lækkaður með hærri persónuafslætti. 2. Fjármagnstekjur verða færðar nær launatekjum í skatthlutfalli. 3. Skattaeftirlit verður stórelft, fyllt verður í holur í skattkerfinu og kennitöluflakki gert gegnsætt. - Deildu ef þú ert sammála.

Points

Það er eðlilegt og sanngjarnt að færa skattbyrðina frá þeim sem minnst hafa og yfir á þá sem hafa meira. Það þýðir lægri skatta á vinnu fólks og lífeyri en hærri á fjármagn.

Kennitöluflakk þarf að stöðva með öllu.

Persónuafsláttur hefur dottið verulega afturúr launa og verðlagsþróun. það vantar að hækka hann um 26Þ til að hann fari aftur á réttan stað! Ég legg til að persónuafsláttur hækki STRAX um minnsta kosti 10þúsund og restin komi á næstu 5 árum

Síðustu áratugi hefur hlutfallsleg skattbyrði á vesturlöndum færst æ meira af hinum tekjuhærri á hina tekjulægri. Það að vilja snúa því við að vissu marki er eðlileg og sanngjörn krafa, þannig að við getum rekið þá þjónustu sem við erum sammála um að sé nauðsynleg. Í því felst enginn sósíalismi eða ósanngirni, bara viðsnúningur á vissum öfgum sem hafa ráðið ferðinni of lengi og hyglt þeim ríkustu um of.

Ef tekjuskattur væri ekki tekinn af lífeyri gamla fólksins munar það miklu í afkomu þeirra. Áhyggjulaust ævikvöld er ekki með lífeyri frá Tryggingastofnun Ríkisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information